Jólakveðjur

Þriðjudaginn 21. desember 1999, kl. 21:57:17 (3752)

1999-12-21 21:57:17# 125. lþ. 52.93 fundur 257#B jólakveðjur#, ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur, 125. lþ.

[21:57]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Ég vil fyrir hönd okkar alþingismanna þakka hæstv. forseta fyrir gott samstarf og ég ætla að leyfa mér að bæta í og þakka fyrir mjög gott samstarf við þingflokksformenn og aðra þingmenn á þessu haustþingi. Á þessu þingi hafa menn skipst á skoðunum og stundum tekist á, ekki síst nú undir lokin, enda stórmál og hitamál á ferðinni.

Ég þakka forseta fyrir hlý orð í garð okkar þingmanna og vil fyrir okkar hönd óska forseta og fjölskyldu hans gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Þá vil ég sérstaklega þakka starfsfólki Alþingis fyrir dugnað og þolinmæði í okkar garð og óska því gleðilegra jóla. Ég bið hv. þingmenn að taka undir góðar óskir til starfsfólks Alþingis og hæstv. forseta og fjölskyldu hans með því að rísa úr sætum. --- [Þingmenn risu úr sætum.]