Fundargerð 125. þingi, 2. fundi, boðaður 1999-10-04 20:15, stóð 20:14:07 til 22:35:47 gert 5 8:3
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

2. FUNDUR

mánudaginn 4. okt.,

kl. 8.15 síðdegis.

Dagskrá:

Fjarvistarleyfi:


Stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana.

Umræðurnar skiptust í þrjár umferðir og hafði hver þingflokkur, aðrir en þingflokkur forsrh., til umráða 12 mínútur í fyrstu umferð, en í annarri og þriðju umferð sex mínútur hver flokkur.

Röð flokkanna var í öllum umferðum þessi: Sjálfstfl., Samfylkingin, Framsfl., Vinstri hreyfingin -- grænt framboð og Frjálslyndi flokkurinn.

Ræðumenn fyrir Sjálfstfl. voru Davíð Oddsson forsrh. í fyrstu umferð, Drífa Hjartardóttir, 4. þm. Suðurl., í annarri umferð og Árni M. Mathiesen sjútvrh. í þriðju umferð.

Ræðumenn Samfylkingarinnar voru í fyrstu umferð Margrét Frímannsdóttir, 3. þm. Suðurl., Jóhanna Sigurðardóttir, 5. þm. Reykv., í annarri og Sighvatur Björgvinsson, 2. þm. Vestf., í þriðju umferð.

Fyrir Framsfl. töluðu Finnur Ingólfsson viðskrh. í fyrstu umferð, í annarri Ingibjörg Pálmadóttir heilbrrh. og í þriðju umferð Hjálmar Árnason, 10. þm. Reykn.

Ræðumenn fyrir Vinstri hreyfinguna -- grænt framboð voru Ögmundur Jónasson, 13. þm. Reykv., í fyrstu umferð, í annarri Þuríður Backman, 5. þm. Austurl., og í þriðju umferð Jón Bjarnason, 5. þm. Norðurl. v.

Fyrir Frjálslynda flokkinn töluðu í fyrstu umferð Sverrir Hermannsson, 18. þm. Reykv., og Guðjón A. Kristjánsson, 4. þm. Vestf., í annarri og þriðju umferð.

[20:16]

[22:35]

Útbýting þingskjala:

Fundi slitið kl. 22:35.

---------------