Fundargerð 125. þingi, 115. fundi, boðaður 2000-05-10 20:00, stóð 19:59:26 til 21:56:23 gert 10 22:1
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

115. FUNDUR

miðvikudaginn 10. maí,

kl. 8 síðdegis.

Dagskrá:


Almennar stjórnmálaumræður.

Umræðurnar skiptust í þrjár umferðir. Höfðu flokkarnir 10 mínútur í fyrstu umferð og 6 mínútur í annari og síðustu umferð.

Röð flokkanna var þessi í öllum umferðum var þessi: Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri hreyfingin -- grænt framboð, Framsóknarflokkur og Frjálslyndi flokkur.

Ræðumenn fyrir Samfylkingu voru í fyrstu umferð Össur Skarphéðinsson, 7. þm. Reykv.; í annarri umferð Bryndís Hlöðversdóttir, 9. þm. Reykv., og í þriðju umferð Jóhann Ársælsson, 3. þm. Vesturl.

Fyrir Sjálfstæðisflokk talaði í fyrstu umferð Geir H. Haarde fjmrh.;, í annarri umferð Þorgerður K. Gunnarsdóttir, 5. þm. Reykn., en í þeirri þriðju Hjálmar Jónsson, 1. þm. Norðurl. v.

Ræðumenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs voru í fyrstu umferð Steingrímur J. Sigfússon, 3. þm. Norðurl. e., í annarri umferð Kolbrún Halldórsdóttir, 17. þm. Reykv., en Árni Steinar Jóhannsson, 6. þm. Norðurl. e. í þriðju umferð.

Fyrir Framsóknarflokk talaði Halldór Ásgrímsson utanrrh. í fyrstu umferð, í annarri Jónína Bjartmarz, 16. þm. Reykv., en í þriðju umferð Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskrh..

Fyrir Frjálslynda flokkinn talaði í fyrstu umferð Sverrir Hermannsson, 18. þm. Reykv., Guðjón A. Kristjánsson, 4. þm. Vestf., í annarri, og í þriðju umferð Sverrir Hermannsson, 18. þm. Reykv.

[20:00]

[21:55]

Útbýting þingskjala:

Fundi slitið kl. 21:56.

---------------