Ferill 64. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 279  —  64. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um meðferð einkamála, nr. 91 31.desember 1991.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið umsögn um það frá Lögmannafélagi Íslands.
    Í frumvarpinu er lögð til breyting á reglum um málskostnaðartryggingu í a-lið 1. mgr. 133. gr. laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991. 11. ágúst 1999 sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf þar sem haldið er fram að umrætt ákvæði geri stöðu aðila sem höfðar mál hér á landi og er búsettur erlendis lakari en þeirra sem búsettir eru hér. Telur stofnunin að ákvæðið samrýmist ekki 4. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið um bann við hvers konar mismunun á grundvelli ríkisfangs. Með hliðsjón af þessu er lagt til í frumvarpinu að ákvæðinu verði breytt á þann veg að staða manna verði sú sama að þessu leyti án tillits til þess hvar þeir búa á Evrópska efnahagssvæðinu.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt.

Alþingi, 26. nóv. 1999.



Valgerður Sverrisdóttir,


varaform., frsm.


Guðrún Ögmundsdóttir.


Hjálmar Jónsson.



Lúðvík Bergvinsson.


Katrín Fjeldsted.


Ásta Möller.



Ólafur Örn Haraldsson.


Sverrir Hermannsson.


Helga Guðrún Jónasdóttir.