Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 355  —  1. mál.




Breytingartillögur



við frv. til fjárlaga fyrir árið 2000.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur, Árna Steinari Jóhannssyni, Jóni Bjarnasyni,


Steingrími J. Sigfússyni, Þuríði Backman og Ögmundi Jónassyni.


Skv. frv.
m.kr.

Breyting
m.kr.

Tillaga
m.kr.

Breytingar á sundurliðun 2:
    1.     Við 14-190 Ýmis verkefni
         a.    1.62    Vatnajökulsþjóðgarður, undirbúningur          0,0     3,0     3,0
         b.    1.65    Kortlagning ósnortinna víðerna           0,0     2,0     2,0
    2.     Við 14-205 Náttúruvernd ríkisins
         a.    1.01 Yfirstjórn          50,6     65,0     115,6
         b.    5.01 Þjóðgarðar og friðlýst svæði          21,0     12,0     33,0
         c. Sértekjur          -39,0     15,0     -24,0
    3.     Við 14-301 Skipulagsstofnun
         1.13    Önnur gjöld          0,0     10,0     10,0

Greinargerð.


    Í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir sérstökum útgjöldum til undirbúnings stofnunar Vatnajökulsþjóðgarðs. Sama gildir um kortlagningu ósnortinna víðerna.
    Hækkun á framlagi til Náttúruverndar ríkisins er vegna heildarendurskoðunar náttúruverndarlaga. Lagt er til að gjaldtöku fyrir aðgang að friðlýstum svæðum verði frestað og fjárveiting til viðhaldsverkefna á lið 5.01 þess í stað hækkuð um 12 m.kr.