Ferill 161. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 356  —  161. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 36/1986, um Seðlabanka Íslands, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Benedikt Árnason frá viðskiptaráðuneyti og Eirík Guðnason frá Seðlabanka Íslands. Umsagnir um málið bárust frá Samtökum fjárfesta og sparifjáreigenda, Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Seðlabanka Íslands, Fjármálaeftirlitinu, Verslunarráði Íslands og Sambandi íslenskra tryggingafélaga. Þá barst sameiginleg umsögn frá Sambandi íslenskra viðskiptabanka og Sambandi íslenskra sparisjóða.
    Með frumvarpinu er lagt til að fellt verði úr 8. gr. laganna ákvæði um skilgreiningu á lausu fé. Þykir skilgreiningin of þröng og hefur hún staðið í vegi fyrir því að Seðlabankinn geti sett viðhlítandi reglur um lágmark eða meðaltal lauss fjár skv. 3. mgr. 8. gr. laganna.
    Það sjónarmið kom fram í nefndinni að til bóta væri að taka fram í lögum hvert markmið reglnanna ætti að vera. Með hliðsjón af því leggur nefndin til þá breytingu að tekið verði fram í 3. mgr. 8. gr. laganna að markmið reglnanna skuli vera að mæta fyrirsjáanlegum og hugsanlegum greiðsluskuldbindingum á tilteknu tímabili.
    Nefndin mælir með að frumvarpið verði samþykkt með framangreindri breytingu sem gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali.
    Gunnar Birgisson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 10. des. 1999.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Kristinn H. Gunnarsson.


Pétur H. Blöndal.



Hjálmar Árnason.


Drífa Hjartardóttir.


Jóhanna Sigurðardóttir.



Margrét Frímannsdóttir.


Ögmundur Jónasson.