Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 412  —  1. mál.




Breytingartillaga



við frv. til fjárlaga fyrir árið 2000.

Frá Kristjáni L. Möller, Svanfríði Jónasdóttur, Lúðvík Bergvinssyni,


Jóhanni Ársælssyni, Þórunni Sveinbjarnardóttur, Sigríði Jóhannesdóttur
og Einari Má Sigurðarsyni.


        Við 7. gr. Nýr liður:
        1.8        Að greiða í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga á árinu 2000 þann tekjuauka ríkisins sem stafar af hækkun fasteignamats. Skal sjóðurinn nota þann tekjuauka til að styrkja sveitarfélög þar sem fasteignamat íbúðar- og atvinnuhúsnæðis stendur í stað, hækkar óverulega eða lækkar, enda hafi sveitarstjórn tekið ákvörðun um að fasteignagjöld endurspegli betur raunverðmæti fasteigna og breytingar á fasteignamati.