Ferill 228. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 446  —  228. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Frá umhverfisnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Sigmar B. Hauksson frá Skotvís.
    Í frumvarpinu er annars vegar lagt til að gjald fyrir veiðikort verði hækkað í 1.900 kr. og hins vegar að þeir sem stunda veiðar á villtum dýrum skuli hafa tekið próf um villt dýr og umhverfi þeirra og í hæfni til veiða. Nefndarmenn leggja þann skilning í síðari liðinn að þeir sem stunda veiðarnar og hafa áður fengið útgefið veiðikort þurfi ekki að fara á námskeið.
    Nefndin mælir með því að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Gunnar Birgisson, Ólafur Örn Haraldsson og Össur Skarphéðinsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 13. des. 1999.



Kristján Pálsson,


frsm.


Ísólfur Gylfi Pálmason.


Katrín Fjeldsted.


                             

Þórunn Sveinbjarnardóttir.


Ásta Möller.


Kolbrún Halldórsdóttir.


með fyrirvara.
















Prentað upp.