Ferill 214. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 493  —  214. mál.




Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 36/1986, um Seðlabanka Íslands, með síðari breytingu, o.fl.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur, Jóhönnu Sigurðardóttur,


Lúðvík Bergvinssyni og Svanfríði Jónasdóttur.



    Á eftir 4. gr. komi tvær nýjar greinar, svohljóðandi:
     a.      (5. gr.)
                  Eftirfarandi breytingar verða á 22. gr. laganna, sbr. 158. gr. laga nr. 83/1997 og 7. gr. laga nr. 88/1998:
                  a.      1. mgr. fellur brott.
                  b.      2. mgr. orðast svo:     Bankastjóri Seðlabankans stýrir daglegum rekstri bankans. Ráðherra skipar bankastjóra að fengnum tillögum bankaráðs. Bankastjóri skal skipaður til fimm ára í senn, en þó skal gæta reglna um hámarksaldur starfsmanna ríkisins.
     b.      (6. gr.)
                  Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  Þar til skipunartíma annars af tveimur núverandi bankastjórum lýkur skulu bankastjórar vera tveir og þeir skipa bankastjórn. Skulu þeir koma sér saman um formennsku í bankastjórninni.