Ferill 239. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 722  —  239. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á ábúðarlögum, nr. 64/1976, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta landbúnaðarnefndar (KHG, EMS, DrH, GuðjG, JBjart, GÁS).



     1.      Við 1. gr. Við 1. efnismgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Landeigandi skal tilkynna leiguliðaskipti og óska eftir úttekt.
     2.      Við 4. gr. Í stað 2. mgr. komi fimm nýjar málsgreinar er orðist svo:
                  Við mat á eignum skulu úttektarmenn leggja til grundvallar efnisleg verðmæti eigna. Mat skal vera nývirði eigna að frádregnum eðlilegum afskriftum reiknað til staðgreiðslu. Nývirði er kostnaður sem því mundi fylgja á matsdegi að smíða nýja eign sem komið gæti að öllu leyti í stað hinnar metnu. Afskriftir eru verðrýrnun eigna sem rekja má til aldurs, hrörnunar, slits, úreldingar og minnkaðs notagildis.
                  Við mat á endurbótum skal leggja til grundvallar ástand og viðhald eigna að teknu tilliti til aldurs þeirra og eðlilegs slits af notkun.
                  Úttektarmenn skulu leggja mat á afleiðingar þess að viðhaldi eigna hafi ekki verið sinnt með fullnægjandi hætti eða að gallar eða slit hafi orðið vegna óeðlilegrar notkunar eigna.
                  Aðrir þættir skulu ekki hafa áhrif á mat á endurbótum á eignum fráfarandi ábúanda.
                  Landbúnaðarráðherra setur nánari reglur um framkvæmd mats að öðru leyti og kostnað við það að fenginni umsögn Bændasamtaka Íslands.
     3.      Við 7. gr. Í stað orðanna „ráða niðurstöðum sínum“ í 4. mgr. komi: komast að niðurstöðu.
     4.      Við 8. gr. Greinin orðist svo:
                   Lög þessi öðlast þegar gildi.