Ferill 239. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 940  —  239. mál.




Framhaldsnefndarálit



um frv. til l. um breyt. á ábúðarlögum, nr. 64/1976, með síðari breytingum.

Frá landbúnaðarnefnd.



    Nefndin ákvað að taka málið til frekari umfjöllunar eftir að því hafði verið vísað til 3. umræðu.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:


    1. efnismgr. 1. gr. orðist svo:
    Þegar leiguliðaskipti verða á jörðum og ekki liggur fyrir samkomulag milli aðila um skiptin skal framkvæma úttektir á jörðunum og mat á eignum og endurbótum fráfarandi ábúanda.

    Kristinn H. Gunnarsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Pétur Bjarnason áheyrnarfulltrúi sat fundi nefndarinnar og er samþykkur afgreiðslu málsins.

Alþingi, 5. apríl 2000.



Hjálmar Jónsson,


form., frsm.


Einar Már Sigurðarson.


Drífa Hjartardóttir.



Jónína Bjartmarz.


Guðjón Guðmundsson.


Einar Oddur Kristjánsson.



Þuríður Backman,


með fyrirvara.


Katrín Andrésdóttir.











Prentað upp.