Ferill 233. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 941  —  233. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um notkun íslenskra veðurhugtaka hjá Veðurstofu Íslands.

Frá meiri hluta umhverfisnefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Magnús Jónsson veðurstofustjóra og Harald Ólafsson veðurfræðing. Umsagnir bárust frá Landssambandi smábátaeigenda, Gísla Jónssyni, fyrrverandi menntaskólakennara, Félagi íslenskra veðurfræðinga, Veðurklúbbnum á Dalbæ, Siglingastofnun Íslands, Skólastjórafélagi Íslands, Háskóla Íslands, Landsvirkjun, Veðurstofu Íslands, Íslenskri málnefnd, Háskólanum á Akureyri, Orðabók Háskólans, Vegagerðinni, Menntaskólanum á Akureyri, Páli Bergþórssyni, fyrrverandi veðurstofustjóra, Haraldi Ólafssyni, veðurfræðingi hjá Háskóla Íslands, Sjómannasambandi Íslands, Jóni G. Friðjónssyni og Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, og sameiginleg umsögn barst um málið frá útvarpsráði og málfarsráðunaut Ríkisútvarpsins.
    Markmiðið með tillögunni er að hvetja til þess að viðhalda íslensku veðurhugtökunum sem hafa unnið sér sess í málvitund þjóðarinnar samhliða því að alþjóðlegt einingakerfi sé notað til að lýsa veðurhæð. Þannig sé lögð áhersla á að viðhalda fjölbreytileika íslenskrar tungu samhliða notkun alþjóðlegra skilgreininga. Að mati meiri hluta nefndarinnar væri miður ef íslensk veðurheiti glötuðust úr málinu og telur hann mikilvægt að Veðurstofa Íslands viðhaldi þeim.
    Meiri hluti nefndarinnar leggur til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 5. apríl 2000.



Kristján Pálsson,


varaform., frsm.


Katrín Fjeldsted.


Þórunn Sveinbjarnardóttir.



Katrín Andrésdóttir.


Vigdís Hauksdóttir.


Gunnar Birgisson.