Ferill 299. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 989  —  299. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um flugmálaáætlun árin 2000–2003.

Frá samgöngunefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Jóhann Guðmundsson frá sam gönguráðuneyti og Þorgeir Pálsson flugmálastjóra.
    Við meðferð málsins í nefndinni urðu nokkrar umræður um slæma aðstöðu til eldsneytis sölu á Egilsstaðaflugvelli. Hann er einn þriggja flugvalla í flokki nr. I, en flugvellir í þeim flokki eiga m.a. að geta þjónað sem varaflugvellir fyrir þotuumferð. Er því að mati nefndar innar óviðunandi að eldsneytisaðstaða þar sé ófullnægjandi. Telur nefndin eðlilegt að í flug málaáætlun séu gerðar tilteknar lágmarkskröfur um eldsneytisaðstöðu á flugvöllum og beinir því þeim tilmælum til samgönguráðherra að við næstu endurskoðun á áætluninni verði slíkar lágmarkskröfur látnar koma fram í skýringum við hvern flokk flugvalla.
    Nefndin leggur til smávægilega breytingu á tillögunni varðandi Bakkaflugvöll. Leggur hún til að á árinu 2002 renni 20 millj. kr. til flugbrauta og hlaða og 10 millj. kr. til bygginga við flugvöllinn, en í áætluninni er gert ráð fyrir að 30 millj. kr. renni til flugbrauta og hlaða en ekkert til bygginga. Er því einungis um að ræða tilfærslu á fjármunum til flugvallarins en heildarútgjöld til hans verða þau sömu eftir sem áður.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með svofelldri

BREYTINGU:

    Við IV. Liður 4.12. orðist svo:
Bakkaflugvöllur
1. Flugbrautir og hlöð
4,0 10,0 20,0 0,0
2. Byggingar
0,0 0,0 10,0 0,0
3. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður
0,0 0,0 0,0 0,0
4,0 10,0 30,0 0,0

Alþingi, 11. apríl 2000.



Árni Johnsen,


form., frsm.


Hjálmar Árnason.


Jón Kristjánsson.



Guðmundur Hallvarðsson.


Þorgerður K. Gunnarsdóttir.


Arnbjörg Sveinsdóttir.



Kristján L. Möller.


Lúðvík Bergvinsson.


Jón Bjarnason.