Ferill 285. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1056  —  285. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um brunatryggingar, nr. 48/1994.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (VE, KHG, HjÁ, SAÞ, PHB, GunnB, ÖJ).



     1.      Við 2. gr. Greinin orðist svo:
              6. gr. laganna fellur brott.
     2.      Á eftir 2. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                  Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  Til þess að standa straum af kostnaði Fasteignamats ríkisins við að uppfæra og halda Landskrá fasteigna skulu húseigendur greiða til þess sérstakt umsýslugjald á árunum 2000–2004. Skal gjald þetta nema 0,025‰ (prómillum) af brunabótamati hverrar húseignar árið 2000, en á árunum 2001–2004 skal gjaldið nema 0,1‰ (prómilli) af brunabótamati hverrar húseignar. Skal vátryggingafélag innheimta gjaldið samhliða innheimtu brunatryggingariðgjalda og skila umsýslugjaldi til Fasteignamats ríkisins eigi síðar en 45 dögum eftir gjalddaga.