Ferill 583. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1079  —  583. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um staðfestingu breytinga á stofnsamningi Evrópustofnunar fjarskipta um gervitungl, EUTELSAT.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Tómas H. Heiðar frá utanríkisráðuneyti og Gústaf Arnar og Hörð Halldórsson frá Póst- og fjarskiptastofnun.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta breytingar á stofnsamningi Evrópustofnunar fjarskipta um gervitungl, EUTELSAT, sem gerðar voru á 26. þingi aðila stofnunarinnar í maí á síðasta ári.
    Gervitungl EUTELSAT veita svæðisbundna fjarskiptaþjónustu, þ.m.t. flutning á sjónvarpsmerkjum. Rekstraraðilar hafa haft einkarétt á aðgangi að gervitunglunum og því að veita fjarskiptaþjónustu um þau. Á þingi aðila EUTELSAT í maí á síðasta ári var ákveðið að breyta rekstrarformi stofnunarinnar með breytingum á stofnsamningi hennar til að gera henni kleift að laga starfsemi sína að breyttum aðstæðum.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 27. apríl 2000.



Tómas Ingi Olrich,


form., frsm.


Jón Kristjánsson.


Árni R. Árnason.



Einar K. Guðfinnsson.


Jónína Bjartmarz.


Vilhjálmur Egilsson.



Sighvatur Björgvinsson.


Steingrímur J. Sigfússon.