Ferill 461. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1170  —  461. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um ályktanir Vestnorræna ráðsins.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna og fengið á sinn fund Hjálmar W. Hannesson, skrifstofustjóra í utanríkisráðuneyti, og Árna Johnsen, formann Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins.
    Nefndin mælir með samþykkt tillögunnar með eftirfarandi

BREYTINGU:

    Tillögugreinin orðist svo:
    Alþingi ályktar að beina þeim tilmælum til ríkisstjórnarinnar að vinna að framkvæmd ályktana Vestnorræna ráðsins sem samþykktar voru á fundi ráðsins á Brjánsstöðum á Skeiðum 9.–12. ágúst 1999.

Alþingi, 4. maí 2000.



Tómas Ingi Olrich,


form., frsm.


Jón Kristjánsson.


Árni R. Árnason.



Kristján Pálsson.


Jónína Bjartmarz.


Steingrímur J. Sigfússon.



Margrét Frímannsdóttir.


Jóhann Ársælsson.














Prentað upp.