Ferill 250. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1205  —  250. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 60/1998, um loftferðir.

Frá meiri hluta samgöngunefndar (ÁJ, HjÁ, JónK, GHall, ArnbS, ÞKG).



     1.      Við 1. gr. Eftirtaldar breytingar verði á greininni:
                  a.      Í stað „2.701–5.700 kg“ í b-lið 1. efnismgr. komi: 2.701–6.700 kg.
                  b.      Í stað „5.701–50.000 kg“ í c-lið 1. efnismgr. komi: 6.701–50.000 kg.
     2.      Við 2. gr. Eftirtaldar breytingar verði á greininni:
                  a.      Í stað tveggja fyrstu málsgreina a-liðar komi þrjár nýjar málsgreinar sem orðist svo:
                       Í innanlandsflugi og millilandaflugi skulu lendingargjöld greidd af umráðendum loftfara til Flugmálastjórnar fyrir afnot loftfara af þeim flugvöllum þar sem flugupplýsingaþjónusta er veitt.
                       Fyrir lendingu loftfars í innanlandsflugi með 2.000 kg hámarksflugtaksmassa eða meiri skal greiða 238 kr. fyrir hver byrjuð 1.000 kg af massa þess fyrir hverja lendingu á flugvöllum sem veita flugupplýsingaþjónustu.
                       Fyrir hverja lendingu loftfars í millilandaflugi á flugvöllum utan Reykjavíkur skal greiða gjald samsvarandi 7,05 Bandaríkjadölum fyrir hver byrjuð 1.000 kg af hámarksflugtaksmassa þess, en samsvarandi 10 Bandaríkjadölum fyrir hver byrjuð 1.000 kg af hámarksflugtaksmassa loftfars fyrir hverja lendingu í Reykjavík. Stæðisgjöld skulu innheimt samkvæmt ákvæðum í gjaldskrá sem ráðherra setur.
                  b.      Í stað tveggja fyrstu málsgreina b-liðar komi þrjár nýjar málsgreinar sem orðist svo:
                       Umráðandi loftfars skal greiða sérstakt gjald, vopnaleitargjald, þar sem slík leit fer fram, til Flugmálastjórnar Íslands. Gjaldið greiðist fyrir hvern mann sem ferðast með loftfari frá Íslandi til annarra landa. Fjárhæð gjaldsins skal vera 125 kr. fyrir hvern farþega. Fyrir farþega á aldrinum tveggja til tólf ára skal þó greiða 65 kr.
                       Undanþegin gjaldskyldu eru börn yngri en tveggja ára, skráðar áhafnir loftfara, þeir sem viðkomu hafa á Íslandi samkvæmt farseðli milli annarra landa og Norður- Ameríku og þeir sem ferðast með loftförum varnarliðs Bandaríkja Norður-Ameríku hér á landi.
                       Vopnaleitargjald fyrir farþega sem ferðast með loftförum sem skráð eru erlendis og öllum loftförum sem ekki er flogið á áætlunarleiðum skal greiða fyrir brottför loftfars. Heimilt er að veita gjaldfrest til 15. dags næsta almanaksmánaðar eftir brottför.
     3.      Við 3. gr. Eftirtaldar breytingar verði á greininni:
                  a.      Í stað „2.701–5.700 kg“ í b-lið 1. efnismgr. komi: 2.701–6.700 kg.
                  b.      Í stað „5.701–50.000 kg“ í c-lið 1. efnismgr. komi: 6.701–50.000 kg.


Prentað upp.