Ferill 569. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1211  —  569. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um tilkynningarskyldu íslenskra skipa, nr. 40/1977, með síðari breytingum.

Frá samgöngunefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ragnhildi Hjaltadóttur frá samgönguráðuneyti. Umsagnir um málið bárust frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, Siglingastofnun Íslands, Landssambandi smábátaeigenda og Siglingasambandi Íslands.
    Með frumvarpi þessu er lagt til að skipum styttri en 24 metrar sem notuð eru í atvinnuskyni verði skylt að tilkynna sig í sjálfvirka tilkynningarkerfinu sem nýlega var tekið í fulla notkun. Hins vegar verði skip sömu stærðar sem ekki eru notuð í atvinnuskyni undanþegin þeirri skyldu, en það eru fyrst og fremst skemmtibátar. Þá verði samgönguráðherra heimilt að ákveða að skip sem stunda veiðar nálægt landi verði undanþegin því að tilkynna sig í sjálfvirka tilkynningarkerfinu.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 8. maí 2000.



Árni Johnsen,


form., frsm.


Hjálmar Árnason.


Jón Kristjánsson.



Guðmundur Hallvarðsson.


Arnbjörg Sveinsdóttir.


Þorgerður K. Gunnarsdóttir.



Lúðvík Bergvinsson.


Kristján L. Möller.


Jón Bjarnason.