Ferill 468. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1212  —  468. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um jöfnunargjald vegna alþjónustu árið 2000.

Frá samgöngunefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ragnhildi Hjaltadóttur frá samgönguráðuneyti. Umsagnir um málið bárust frá Bændasamtökum Íslands, Íslandssíma hf. og Póst- og fjarskiptastofnun.
    Með frumvarpinu er lagt til að lagt verði á jöfnunargjald vegna alþjónustu í samræmi við 15. gr. fjarskiptalaga, nr. 107/1999, en þar er kveðið á um að jöfnunargjald skuli ákveðið árlega með lögum. Er lagt til að jöfnunargjaldið fyrir árið 2000 verði 0,18% af bókfærðri veltu fjarskiptafyrirtækja af almennri þjónustu.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 8. maí 2000.



Árni Johnsen,


form., frsm.


Hjálmar Árnason.


Guðmundur Hallvarðsson.



Arnbjörg Sveinsdóttir.


Jón Kristjánsson.


Þorgerður K. Gunnarsdóttir.



Lúðvík Bergvinsson.


Kristján L. Möller.


Jón Bjarnason.