Ferill 564. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1216  —  564. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á upplýsingalögum, nr. 50/1996, o.fl.

Frá allsherjarnefnd.



     1.      Við 5. gr. Greinin orðist svo:
                  Eftirtaldar breytingar verða á 18. gr. laganna:
                  a.      Lokamálsliður fellur brott.
                  b.      Við bætist ný málgrein er hljóðar svo:
                     Skal frestun á réttaráhrifum bundin því skilyrði að stjórnvald beri málið undir dómstóla innan sjö daga frá birtingu ákvörðunar um frestun réttaráhrifa úrskurðar og óski eftir að það hljóti flýtimeðferð. Nú er beiðni um flýtimeðferð synjað og skal þá mál höfðað innan sjö daga frá því að beiðni um það er synjað.
     2.      Við 6. gr. Greinin orðist svo:
             Orðin „þar á meðal ef lög um skráningu og meðferð persónuupplýsinga standa í vegi fyrir aðgangi að gögnunum“ í 17. gr. laganna falla brott.
     3.      Við 7. gr. Greinin orðist svo:
             Lög þessi öðlast þegar gildi. Þó skal 1. gr. laganna ekki öðlast gildi fyrr en 1. janúar 2001.



















Prentað upp.