Ferill 500. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1224  —  500. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um álagningu gjalda á vörur.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1.      Við 1. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „fari“ í b-lið 1. tölul. 1. efnismgr. komi: sem er í utanlandsferðum.
                  b.      Við a-lið 8. tölul. 1. efnismgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Brúðkaupsgjafir skulu vera tollfrjálsar þótt þær séu meira en 7.000 kr. að verðmæti, enda sé að mati tollstjóra um eðlilega og hæfilega gjöf að ræða.
     2.      Við 2. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „bifreiðum“ í 1. mgr. 3. tölul. 1. efnismgr. komi: bifhjólum
                  b.      3. málsl. 8. tölul. 1. efnismgr. orðist svo: Niðurfelling tolls af hráefni eða efnivöru samkvæmt þessum tölulið tekur ekki til vara sem magntollur (A1-tollur) er lagður á samkvæmt viðauka I við lög þessi.
     3.      Á eftir 4. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                  2. málsl. 2. mgr. 85. gr. laganna fellur brott.
     4.      Við 7. gr. Í stað orðanna „2.–12. tölul. 6. gr.“ í 1. efnismgr. komi: 2.–12. tölul. 1. mgr. 6. gr.
     5.      Á eftir 9. gr., er verði 10. gr., komi ný grein, svohljóðandi:
                  A-tollur tollskrárnúmersins 1904.1002 í viðauka I við lögin verði 0%.
     6.      Við 11. gr. Í stað orðanna „9.–12. tölul. 6. gr.“ komi: 9.–12. tölul. 1. mgr. 6. gr.
     7.      Við 17. gr. Í stað orðanna „Bifreiðar og vélsleðar“ og „bifreið eða vélsleði“ komi: ökutæki.
     8.      Við 18. gr. Efnisgreinin orðist svo:
             Ákvæði 3. gr., 6. tölul. 1. mgr. 5. gr. og 1.–6. og 11. tölul. 1. mgr. 6. gr. tollalaga, nr. 55/1987, skulu ná til vörugjalds af ökutækjum samkvæmt lögum þessum eftir því sem við getur átt.
     9.      Við 19. gr.
                  a.      Í stað orðanna „11. tölul. 6. gr.“ í 1. tölul. 1. efnismgr. komi: 11. tölul. 1. mgr. 6. gr.
                  b.      Í stað orðanna „Bifreiðar og vélsleðar“ og „bifreið eða vélsleði“ í 7. tölul. 1. efnismgr. komi: ökutæki.
     10.      Við 20. gr. Í stað orðsins „aðilar“ komi: rannsóknaraðilar.
     11.      Við bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  Heimildir sem innflytjendur og framleiðendur hafa við gildistöku laga þessara til niðurfellingar tolls af hráefni, efnivöru og hlutum í innlendar framleiðsluvörur skulu gilda til 31. október 2000. Eftir það tímamark skal tollur á hráefni, efnivöru og hlutum í innlendar framleiðsluvörur eingöngu felldur niður á grundvelli heimilda sem veittar eru í samræmi við ákvæði 2. gr. laga þessara.