Ferill 595. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1225  —  595. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 121/1997, um ríkisábyrgðir.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Þórhall Arason og Ernu Hjaltested frá fjármálaráðuneyti. Umsagnir um málið bárust frá Verslunarráði Íslands, Íbúðalánasjóði og Samtökum fjármálafyrirtækja.
    Með frumvarpinu er lagt til að skuldbindingar Lánasjóðs íslenskra námsmanna og tilteknar skuldbindingar Íbúðalánasjóðs verði undanþegnar ríkisábyrgðargjaldi.
    Við meðferð málsins í nefndinni var tekið til sérstakrar skoðunar að gert er ráð fyrir því í frumvarpinu að áfram verði greitt ríkisábyrgðargjald af sumum lántökum Íbúðalánasjóðs, svo sem lánum sem sjóðurinn tekur til að fjármagna viðbótarlán og lán vegna leiguíbúða. Kom fram að ef Íbúðalánasjóður þyrfti að greiða ríkisábyrgðargjald af þessum lántökum yrði sjóðurinn að hækka vexti þeirra lána. Nefndinni barst yfirlýsing frá Íbúðalánasjóðnum þar sem upplýst var að tekin hefði verið ákvörðun um að stofna varasjóð til að mæta hugsanlegum útlánatöpum fyrir þá lánaflokka sem ekki hafa nú þegar sérstakan varasjóð. Með hliðsjón af því leggur nefndin til þá breytingu á frumvarpinu að allar skuldbindingar Íbúðalánasjóðs verði undanþegnar ríkisábyrgðargjaldi.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með framangreindri breytingartillögu sem gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali.

Alþingi, 8. maí 2000.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Kristinn H. Gunnarsson.


Hjálmar Árnason.



Sigríður A. Þórðardóttir.


Pétur H. Blöndal.


Gunnar Birgisson.



Jóhanna Sigurðardóttir.


Margrét Frímannsdóttir.


Ögmundur Jónasson.