Ferill 530. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1228  —  530. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um stofnun hlutafélags um Samábyrgð Íslands á fiskiskipum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1.      Við 1. gr. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Samábyrgðin hf. tekur við öllum skattalegum réttindum og skyldum Samábyrgðar Íslands á fiskiskipum.
     2.      Við 3. gr. Greinin falli brott.
     3.      Við 5. gr. Í stað orðanna „hins nýja félags“ í 3. málsl. 1. mgr. komi: Samábyrgðarinnar hf.
     4.      Á eftir 5. gr. komi ný grein sem orðist svo:
             Berist sameiginlegt tilboð frá öllum bátaábyrgðarfélögunum í eignarhlut ríkisins í Samábyrgðinni hf. er viðskiptaráðherra heimilt að selja þeim sameiginlega eignarhlutinn fyrir verð er nemur að lágmarki 85% af reiknuðu upplausnarvirði félagsins eins og það er á stofndegi þess.
             Hafi sameiginlegt tilboð allra bátaábyrgðarfélaganna ekki borist ráðherra fyrir 1. september 2000 og samningaviðræðum lokið fyrir 1. nóvember 2000 skal ráðherra bjóða hlutaféð til sölu á almennum markaði eða leysa upp félagið.
     5.      Við 6. gr. Við 2. mgr. bætist tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Núgildandi lögmæltar húftryggingar fiskiskipa gilda út umsamið vátryggingartímabil. Vátryggingartakar skulu tilkynna vátryggjanda sínum í síðasta lagi mánuði fyrir lok vátryggingarinnar hyggist þeir segja vátryggingunni upp.