Ferill 526. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1229  —  526. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 60/1994, um vátryggingastarfsemi, með síðari breytingum .

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Kjartan Gunnarsson frá viðskiptaráðuneyti og Rúnar Guðmundsson frá Fjármálaeftirlitinu. Umsagnir um málið bárust frá Verslunarráði Íslands, Fjármálaeftirlitinu og Sambandi íslenskra tryggingafélaga.
    Með frumvarpinu er lagt til að lögfest verði ákvæði tilskipunar 1998/78/ESB, um viðbótareftirlit með vátryggingafélögum í fyrirtækjahópi á vátryggingasviði.
    Tilskipunin kveður á um tvíþætt viðbótareftirlit, annars vegar að reikna skuli aðlagað gjaldþol fyrir fyrirtækjahópa sem einkum starfa að vátryggingum og taka tillit til skuldbindinga við tengda aðila og gjaldþols sem af þeim er krafist og hins vegar að hafa skuli eftirlit með viðskiptum vátryggingafélags við tengda aðila. Til fyllingar ákvæðum tilskipunarinnar eru í frumvarpinu ákvæði um innra eftirlit í vátryggingafélögum, en slík ákvæði hafa verið rýr í íslenskri löggjöf.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 8. maí 2000.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Kristinn H. Gunnarsson.


Hjálmar Árnason.



Sigríður A. Þórðardóttir.


Pétur H. Blöndal.


Gunnar Birgisson.



Jóhanna Sigurðardóttir.


Margrét Frímannsdóttir.


Ögmundur Jónasson.