Ferill 520. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1233  —  520. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 97/1987, um vörugjald, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Bergþór Magnússon, Tómas N. Möller og Halldór Þorkelsson frá fjármálaráðuneyti. Umsagnir um málið bárust frá Verslunarráði Íslands, Samtökum iðnaðarins, Samtökum verslunarinnar og Skotíþróttasambandi Íslands.
    Í frumvarpinu er lagt til að vörugjald verði fellt niður af nokkrum vörum og fjárhæð gjaldsins af öðrum verði breytt.
    Meðal þeirra breytinga sem lagðar eru til í frumvarpinu er að vörugjald á kakóduft og drykkjarvöruefni sem ætluð eru til framleiðslu á kakómalti verði hækkað úr 15 kr./kg í 60 kr./kg, til samræmis við vörugjald af öðrum vörum sem framleiddar eru úr kakói. Telur meiri hlutinn að það sé of hátt og leggur til að vörugjald af öllum þessum vörum verði 50 kr./kg. Þá leggur meiri hlutinn til að lögin öðlist gildi 1. júlí 2000, en þá hefst nýtt uppgjörstímabil vörugjalds.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með framangreindum breytingum sem gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali.

Alþingi, 8. maí 2000.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Kristinn H. Gunnarsson.


Hjálmar Árnason.



Sigríður A. Þórðardóttir.


Pétur H. Blöndal.


Gunnar Birgisson.