Ferill 485. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1250  —  485. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um brunavarnir.

Frá umhverfisnefnd.



     1.      Við 11. gr. Í stað orðanna „sérstakur slökkvibúnaður“ í 2. mgr. komi: fyrir sérstakan slökkvibúnað.
     2.      Við 12. gr. C-liður 1. mgr. orðist svo: leiðbeina fyrirtækjum og stofnunum eftir atvikum um hvaðeina er varðar brunavarnir og eldsvoða vegna viðkomandi starfsemi.
     3.      Við 13. gr. 1. málsl. 1. mgr. orðist svo: Á hverju starfssvæði slökkviliðs skal liggja fyrir brunavarnaáætlun sem fengið hefur umsögn Brunamálastofnunar og samþykki sveitarstjórnar.
     4.      Við 15. gr. Við 1. málsl. 2. mgr. bætist: eða hafa háskólamenntun með sérmenntun í brunamálum.
     5.      Við 16. gr.
                  a.      Við síðari málslið 1. mgr. bætist: í samráði við rekstraraðila viðkomandi vatnsveitu.
                  b.      Á eftir orðunum „Slökkviliðsstjóri skal tilkynna“ í 3. mgr. komi: án tafar.
                  c.      4. mgr. orðist svo:
                     Slökkviliðsstjóra ber að sjá um fræðslu slökkviliðsmanna og þjálfun þeirra í brunavörnum og viðbrögðum við mengunaróhöppum og að haldnar séu reglubundnar æfingar slökkviliðs.
     6.      Við 17. gr. 1. mgr. orðist svo:
             Slökkviliðsmenn sem sækja um löggildingu til að starfa sem slökkviliðsmenn skulu hafa lokið námi fyrir slökkviliðsmenn við Brunamálaskólann eða hlotið sambærilega menntun. Jafnframt skulu þeir hafa gegnt slökkvistarfi eða starfað við brunavarnir að aðalstarfi að lágmarki í eitt ár samfellt eða starfað í hlutastarfi í slökkviliði að lágmarki í fjögur ár. Ráðherra veitir slíka löggildingu.
     7.      Við 33. gr.
                  a.      Við bætist ný málsgrein sem verði 1. mgr., svohljóðandi:
                     Telji Brunamálastofnun að brotin séu ákvæði laga þessara eða reglugerða settra samkvæmt þeim og slökkviliðsstjóri geri ekki fullnægjandi ráðstafanir til úrbóta skal Brunamálastofnun benda slökkviliðsstjóra á það sem bæta þarf úr. Brunamálastofnun hefur rétt til að beita sömu þvingunarúrræðum og slökkviliðsstjóri ef ekki er úr bætt.
                  b.      Fyrirsögn greinarinnar verði: Íhlutun Brunamálastofnunar og ráðherra.
     8.      Við 34. gr. Greinin orðist svo:
             Brot gegn lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim varða sektum. Séu sakir miklar varða brot fangelsi allt að tveimur árum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.
             Nú er brot framið í starfsemi lögaðila og má þá gera lögaðilanum fésekt skv. II. kafla A almennra hegningarlaga. Lögaðili ber ábyrgð á greiðslu sektar sem starfsmaður hans er dæmdur til að greiða vegna brota á lögum þessum enda séu brot hans framin í starfi hans hjá lögaðilanum.
     9.      Við 36. gr. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
             Heimilt er að kæra ákvörðun sem tekin er á grundvelli VIII. kafla til ráðherra og skal það gert innan mánaðar frá því að hún var tilkynnt.
     10.      Við 39. gr. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
             Við setningu reglugerða samkvæmt lögum þessum skal hafa samráð við Samband íslenskra sveitarfélaga um atriði sem varða skyldur sveitarfélaga.
     11.      Á eftir orðunum „að veita þeim sveitarfélögum“ í 1. málsl. ákvæðis til bráðabirgða I komi: tímabundinn.