Ferill 535. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1307  —  535. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um sjúklingatryggingu.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



     1.      Við 2. gr. 2. mgr. falli brott.
     2.      Við 5. gr.
                  a.      Í stað orðsins „neysluverðsvísitölu“ í 3. málsl. 2. mgr. komi: lánskjaravísitölu.
                  b.      4. málsl. 2. mgr. falli brott.
     3.      Við 11. gr. 2. málsl. orðist svo: Sama gildir um Tryggingastofnun ríkisins og þá sem annast sjúkraflutninga á vegum ríkisins.
     4.      Við 12. gr. Í stað orðanna „skulu gæta fyllstu þagmælsku um öll einkamál“ í 2. mgr. komi: skulu gæta fyllstu þagmælsku um allar persónuupplýsingar.
     5.      Við 14. gr. 2. mgr. orðist svo:
             Ráðherra setur reglugerð um starfsemi og málsmeðferð sjúklingatrygginga hjá Tryggingastofnun ríkisins.
     6.      Við 15. gr. Í stað orðanna „skulu gæta fyllstu þagmælsku um öll einkamál“ í 3. mgr. komi: skulu gæta fyllstu þagmælsku um allar persónuupplýsingar.
     7.      Við 17. gr. Í stað orðanna „um meðferð vátryggingafélaga á bótakröfum“ í 2. málsl. komi: um málsmeðferð vátryggingafélaga á bótakröfum.
     8.      Á eftir 17. gr. komi ný grein, svohljóðandi:

              Upplýsingaskylda Tryggingastofnunar ríkisins.

             Tryggingastofnun ríkisins er skylt að kynna fyrir almenningi ákvæði laga þessara um sjúklingatryggingu. Í þeim upplýsingum skal m.a. koma fram að sé um að ræða sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn skuli beina kröfu til vátryggingafélaga.
     9.      Við 21. gr. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Endurskoða skal lög þessi innan fjögurra ára frá gildistöku þeirra.