Ferill 24. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Nr. 20/125.

Þskj. 1336  —  24. mál.


Þingsályktun

um setningu siðareglna í viðskiptum á fjármálamarkaði.


    Alþingi ályktar að fela viðskiptaráðherra að kanna hvort stofnanir og fyrirtæki á fjármálamarkaði hafi sett sér siðareglur í samræmi við tilmæli framkvæmdastjórnar ESB frá 25. júlí 1977 um siðareglur Evrópubandalaganna um viðskipti með framseljanleg verðbréf (77/534/ EBE) og almennt viðurkenndar meginreglur FIBV (Alþjóðasambands kauphalla) um viðskiptahætti í verðbréfaviðskiptum frá 1992. Ráðherra skili Alþingi skýrslu um niðurstöðu könnunarinnar í upphafi haustþings.

Samþykkt á Alþingi 9. maí 2000.