Ferill 571. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Nr. 24/125.

Þskj. 1410  —  571. mál.


Þingsályktun

um jarðgangaáætlun fyrir árin 2000–2004.


    Alþingi ályktar að á árunum 2000–2004 skuli varið 4.650 millj. kr. til að grafa jarðgöng sem hluta af vegakerfi landsins. Fyrstu verkefnin sem framkvæma skal eru jarðgöng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar annars vegar og milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar hins vegar. Jafnframt verði hafinn undirbúningur að næstu verkefnum. Sérstaklega verði rannsökuð göng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar á Vestfjörðum og á Austfjörðum ný göng milli Eskifjarðar og Norðfjarðar og göng milli Héraðs og Vopnafjarðar.
    Fjárveitingar skiptast á verkefni og ár sem hér segir (millj. kr.):

2000 2001 2002 2003 2004
Siglufjörður–Ólafsfjörður og Reyðarfjörður–Fáskrúðsfjörður 100 200 1.400 1.400 1.400
Rannsóknir til undirbúnings jarðganga á Vestfjörðum og Austfjörðum 50 50 50
Samtals 100 200 1.450 1.450 1.450

    Kostnaður við jarðgangagerðina greiðist úr ríkissjóði. Verði fjár aflað sérstaklega í þessu skyni, m.a. með sölu ríkiseigna.
    Jarðgangaáætlun skal felld að vegáætlun og endurskoðuð jafnhliða henni, á tveggja ára fresti. Við endurskoðun bætast við tvö ár hverju sinni.

Samþykkt á Alþingi 13. maí 2000.