VÞV fyrir LMR

Mánudaginn 15. janúar 2001, kl. 13:40:15 (3545)

2001-01-15 13:40:15# 126. lþ. 55.94 fundur 239#B varamaður tekur sæti#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 126. lþ.

[13:40]

Forseti (Halldór Blöndal):

Borist hefur svohljóðandi bréf, dags. 15. jan. 2001:

,,Þar sem Lára Margrét Ragnarsdóttir, 5. þm. Reykv., getur ekki sótt þingfundi á næstunni vegna veikinda leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. þingskapa að óska þess að 1. varaþingmaður Sjálfstfl. í Reykjavík, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi, taki sæti á Alþingi í fjarveru hennar.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Einar K. Guðfinnsson,

varaformaður þingflokks Sjálfstfl.``

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa á ný.