Afgreiðsla frumvarps um málefni öryrkja

Mánudaginn 15. janúar 2001, kl. 13:42:29 (3546)

2001-01-15 13:42:29# 126. lþ. 56.94 fundur 243#B afgreiðsla frumvarps um málefni öryrkja# (aths. um störf þingsins), RG
[prenta uppsett í dálka] 56. fundur, 126. lþ.

[13:42]

Rannveig Guðmundsdóttir (um fundarstjórn):

Herra forseti. Hér á að taka fyrir mikið átakamál. Öryrkjabandalagið hefur fengið viðurkenndan stjórnarskrárvarinn rétt öryrkja fyrir Hæstarétti. Ríkisstjórnin hefur þann úrskurð Hæstaréttar að engu. Ekki er ætlunin að fara eftir niðurstöðu Hæstaréttar en hún byggir á mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar sem Alþingi sameinaðist um árið 1995. Hér er óskað flýtimeðferðar í dag. En svo ósvífin er þessi ríkisstjórn og stjórnarmeirihluti að fulltrúum Samfylkingarinnar í heilbr.- og trn. var synjað um frv. og viðeigandi gögn fyrir helgina. Þetta kemur ekki á óvart. Ríkisstjórnin sýnir fádæma valdhroka gagnvart Hæstarétti og ekki síst öryrkjum sem neyddust til að sækja rétt sinn með dómi.

Herra forseti. Lagaheimild er til að greiða öryrkjum sem hlut eiga að máli 51 þús. kr. mánaðargreiðslu en ríkisstjórnin hyggst flytja frv. til að lækka þá fjárhæð í 43 þús. kr. Lagaheimild er til að greiða öryrkjum sjö ár aftur í tímann, ríkisstjórnin ætlar að hafa árin fjögur.

Herra forseti. Þetta eru fáheyrð og gagnrýniverð vinnubrögð sem við í Samfylkingunni og stjórnarandstöðunni allri mótmælum harðlega. Ríkisstjórnin á að draga þetta frv. til baka. Ekki þarf lög til að fara að dómi Hæstaréttar í þágu öryrkja nú. Það er heimilt að greiða öryrkjum það sem þeim ber. Til þess þarf ekki lög, það þarf vilja, herra forseti.