Tóbaksvarnir

Mánudaginn 15. janúar 2001, kl. 17:03:36 (3594)

2001-01-15 17:03:36# 126. lþ. 57.2 fundur 345. mál: #A tóbaksvarnir# (markaðssetning, tóbaksmengun o.fl.) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur, 126. lþ.

[17:03]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Með nútímatækni geta allir nefndarmenn í heilbr.- og trn. fylgst með umræðunni án þess að sitja í salnum og ég býst við að flestir séu að fylgjast með henni vegna þess að þetta er umræða sem heilbrigðis- og tryggingarnefndarmenn hafa almennt sýnt mikinn áhuga.

Ég hef ekki neinu að bæta við það sem áður hefur komið fram því ég tel að málið sé hér með komið í hendur heilbr.- og trn. og um leið og því er vísað þangað er hægt að taka fyrir þau atriði sem hér hafa verið rædd sérstaklega og gerðar athugasemdir við.