Einbreiðar brýr

Þriðjudaginn 16. janúar 2001, kl. 14:05:12 (3608)

2001-01-16 14:05:12# 126. lþ. 58.3 fundur 374. mál: #A einbreiðar brýr# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., Fyrirspyrjandi KF
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur, 126. lþ.

[14:05]

Fyrirspyrjandi (Katrín Fjeldsted):

Herra forseti. Það er staðreynd sem verður ekki mótmælt að einbreiðar brýr geta verið hættulegar, einkum við hraðan og ógætilegan akstur, ekki síst ef ökumenn taka ekki tillit til umferðar sem kemur úr gagnstæðri átt. Mörg alvarleg slys hafa orðið við slíkar aðstæður á undanförnum árum. Því langar mig að beina svohljóðandi fyrirspurn til dómsmrh.:

,,Hefur dómsmálaráðuneytið kannað þann valkost að koma umferðarmerkjum (biðskyldu eða stöðvunarskyldu) fyrir til bráðabirgða við einbreiðar brýr á landinu til að tryggja að umferðarréttur sé skýr og draga þar með úr slysahættu?``