Einbreiðar brýr

Þriðjudaginn 16. janúar 2001, kl. 14:11:04 (3610)

2001-01-16 14:11:04# 126. lþ. 58.3 fundur 374. mál: #A einbreiðar brýr# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur, 126. lþ.

[14:11]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Þetta er mjög athyglisverð og góð tillaga sem hv. þm. Katrín Fjeldsted er með. Allt of mörg alvarleg slys hafa orðið á einbreiðum brúm og það er allt of algengt að bílstjórar keppi að því hvor verður á undan að komast á brúna. Það vantar mikinn aga og virðingu í umferðinni á Íslandi en gert hefur verið mikið átak, t.d. á Suðurlandi, að breikka brýr og við höfum orðið vör við hvað það skiptir okkur miklu máli.

Einnig hafa verið sett blikkljós upp við einbreiðar brýr eins og yfir Markarfljót og ég held að margt sé hægt að gera og ég tel að þessi tillaga sé mjög góð.