Framkvæmdir tengdar Reykjanesbraut

Þriðjudaginn 16. janúar 2001, kl. 14:40:10 (3622)

2001-01-16 14:40:10# 126. lþ. 58.5 fundur 373. mál: #A framkvæmdir tengdar Reykjanesbraut# fsp. (til munnl.) frá samgrh., KPál
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur, 126. lþ.

[14:40]

Kristján Pálsson:

Herra forseti. Ég velti fyrir mér hvað hv. fyrirspyrjanda Kolbrúnu Halldórsdóttur gengur til í þessari umræðu þegar verið er að tala um aðgerðir eins og 2 + 1 veg sem við þekkjum sem bráðabirgðaaðgerð, rafbraut til þess að halda þá þessari 2 + 1 akbraut við eða einhverjar aðrar aðgerðir sem menn eru búnir að skoða lengi og sjá ekki sem neina lausn. Mér finnst og velti því fyrir mér hvort vinstri grænir eru að segja að þeir séu á móti því að tvöfalda Reykjanesbrautina sunnan Hafnarfjarðar. Ég velti því fyrir mér, herra forseti.

Á fundinum í Stapa fyrir nokkrum dögum leit ég svo á að á 1.000 manna fundi hefði náðst sú niðurstaða að ljúka þessu verki 2004, þ.e. að tvöföldun Reykjanesbrautar sunnan Hafnarfjarðar yrði lokið 2004. Ráðherra endurtók hér það sem hann sagði þar og ég geri ráð fyrir að niðurstaðan verði sú að þetta verði árið 2004 og ekki seinna.