Eiturefni og hættuleg efni

Þriðjudaginn 16. janúar 2001, kl. 16:02:25 (3654)

2001-01-16 16:02:25# 126. lþ. 59.3 fundur 369. mál: #A eiturefni og hættuleg efni# (yfirstjórn, gjaldtaka o.fl.) frv., umhvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 59. fundur, 126. lþ.

[16:02]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég skil mætavel þær áhyggjur sem fram koma í fsp. hv. þm. Jóhanns Ársælssonar. Ég verð að viðurkenna að æskilegt væri að fá meiri mannskap í ráðuneytið. Við höfum hins vegar kosið að láta reyna á hvort starfsmenn okkar muni ekki geta unnið sig úr þeim kærumálum sem við höfum fjallað um upp á síðkastið, þ.e. kærunum á umhverfismatið. Lögfræðingar ráðuneytisins hafa verið mjög uppteknir af þeim, þær hafa vaxið bæði að umfangi og fjölda. Það kom fram í svari við fsp. frá hv. þm. Þuríði Backman nýlega varðandi umhverfismatið.

Það verður að viðurkennast að það er mjög mikið álag á starfsfólki umhvrn., sérstaklega á lögfræðingunum sem undirbúa löggjöfina. Þeir vinna að endurskoðun stórra málaflokka og gífurleg vinna hefur farið í kærur. Menn vilja fara mjög vandlega yfir þær. Ég skil þau sjónarmið sem hér koma fram en við höfum kosið að sjá hvort kærunum muni nú ekki eitthvað linna. Ef svo verður ekki er ljóst að það verður að auka þarf mannahald í umhvrn. til að geta lagt frv. fyrir Alþingi í heildstæðara formi. Við kusum að leggja nú fram þetta litla frv. Afgangurinn kemur síðan þegar hann er tilbúinn.