Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 10:50:32 (3682)

2001-01-17 10:50:32# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, KHG (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[10:50]

Kristinn H. Gunnarsson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Leikreglurnar í þjóðfélagi okkar eru þær að það eru dómstólar sem dæma en ekki þingmenn. Þingmenn setja lög en það er dómstóla að dæma um hvort lögin eru réttmæt eða ekki. Telji þingmenn að frv. sem flutt er brjóti í bága við stjórnarskrá geta þeir auðvitað sett fram þá skoðun sína og mælt fyrir henni. En það er ekki þeirra að kveða upp úr um það.

(Forseti (HBl): Það er verið að ræða um fundarstjórn forseta.)

Herra forseti. Það var út af orðum hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar sem ég kvaddi mér hins vegar hljóðs. Hv. þm. upplýsti í viðtali á Stöð 2 20. des. sl. að frv. sem hér var til umræðu í desember 1998 hefði verið augljóslega (Forseti hringir.) stjórnarskrárbrot. ...