Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 10:54:24 (3685)

2001-01-17 10:54:24# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, VE (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[10:54]

Vilhjálmur Egilsson (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil einungis taka fram að ég tel að forseti hafi farið í einu og öllu að málum til að auka veg og virðingu þingsins og væri nú betur ef aðrir þeir sem staðið hafa hér upp hefðu gert það jafn vel og hæstv. forseti. Ég tel að málið hafi borið að með þeim hætti að forseta bar að úrskurða um það. Forseti gerði það. Ef hv. þm. hafa athugasemdir við málið sem slíkt finnst mér eðlilegt að það komi fram í brtt. við frv. og hér í máli manna. Ef mál stenst ekki stjórnarskrá að þeirra áliti á það að koma fram í málflutningi þeirra í efnislegri umfjöllun um málið en að virðingar þingsins sé gætt og menn tali um þetta mál eðlilega.