Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 11:13:12 (3687)

2001-01-17 11:13:12# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[11:13]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Það var því miður margt rangt og margt misvísandi sem kom fram í þessari ræðu. Hér var verið að útlista fyrir Alþingi Íslendinga hvernig ætti að fara á svig við dóm Hæstaréttar og hvernig ætti að fara að því að brjóta þá stjórnarskrá sem lýðveldinu var sett. Út á það gekk ræðan. Þessar rangtúlkanir verða leiðréttar við umræðuna en eitt verður að segjast þegar í stað. Það er rangt að niðurstaða Hæstaréttar hafi komið á óvart. Hið rétta er að við umræðu á Alþingi hefur margoft verið bent á að þau lög sem hér eru til umræðu stríði gegn stjórnarskrá Íslands.

Síðan segir hæstv. ráðherra að ríkisstjórninni sé umhugað um að hyggja fyrst og fremst að þeim sem lakast standa í landinu. (Forseti hringir.) Þannig mælir fulltrúi ríkisstjórnar sem rétt fyrir jólin gekkst fyrir breytingu á skattalögum sem færa niður skatta á hlutabréfagróða til ríkasta hluta íslenska þjóðfélagsins.

(Forseti (GuðjG): Forseti verður að biðja hv. þm. að virða tímamörk. Það eru mjög margir á mælendaskrá og margir sem óska eftir að komast í andsvör. Það gengur ekki að einstakir þingmenn taki sér vald til að ráða ræðutíma langt umfram það sem ætlað er í þingsköpum.)