Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 11:22:38 (3695)

2001-01-17 11:22:38# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[11:22]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. snýr út úr orðum mínum og talar um að ég tali með hneykslun um hátekjufólk hvað þennan hóp varðar. Ég var eingöngu að segja að margir öryrkjar í landinu hafa það enn þá verr og við verðum að koma til móts við þá líka.

Við við verðum ... (Gripið fram í.) Við erum að koma til móts við dóm Hæstaréttar núna. Það er eingöngu það sem við erum að gera. Við erum að koma til móts við dóm Hæstaréttar. Það er okkar verkefni. Ég veit ekki betur en hv. stjórnarandstæðingar hafi verið sammála mér í því að kalla saman þing einmitt til að gera það, einmitt til að koma til móts við dóm Hæstaréttar. Við eigum að setja þetta inn í nefnd og kalla síðan til alla þá lögfræðinga og lögspekinga sem að málinu geta komið vegna þess að allir þeir sem hafa fjallað um þetta fyrir ríkisstjórnina eru sammála um að við komum til móts við dóm Hæstaréttar.