Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 11:27:18 (3699)

2001-01-17 11:27:18# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[11:27]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er svo sem vön stórum orðum frá hv. þm. sem hér talaði á undan. Ég hef komið að því í máli mínu áður að það sem ég sagði á ársfundi Tryggingastofnunar hef ég staðið við. Ég hef minnkað tekjutenginguna í skrefum nákvæmlega eins og ég sagði. Hér erum við aðeins að fullnægja dómi Hæstaréttar og Hæstiréttur segir ekki að tekjutenging sé bönnuð. Hv. þm. rangtúlkar þannig þetta mál en hefur eflaust tækifæri til að bæta sig í umræðunni hér á eftir.