Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 15:05:05 (3728)

2001-01-17 15:05:05# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[15:05]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég veit ekki hvaða þætti hv. þm. er að tala um. Ég hef forðast slíka þætti meðan málið er í undirbúningi. Ég átta mig því ekki á þessu. (Gripið fram í.) Hv. þm. sagði að ég hefði ákveðið að spila lögfræði inn í þetta mál. Ég hlýt að hafa misst af einhverju óskaplega miklu. Erum við ekki að fjalla um dóm Hæstaréttar? (Gripið fram í.) Erum við ekki að fjalla um dóm Hæstaréttar? Þá hlýtur það að snúast að einhverju leyti, vonandi, hv. þm., um lögfræði.