Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 15:52:30 (3738)

2001-01-17 15:52:30# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[15:52]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Hæstv. utanrrh. segist ekki vera lögfræðingur. Hann segist hins vegar vera læs. Það erum við einnig hér í ... (Utanrrh.: Ég sagðist vera endurskoðandi.) ... og sagðist vera læs endurskoðandi meira að segja. Staðreyndin er sú að dómsorð í dómi Hæstaréttar er mjög skýrt og mjög afdráttarlaust. Það segir að óheimilt sé að skerða tekjutryggingu örorkulífeyrisþega vegna tekna maka. Þessi tekjutrygging er núna 32.566 kr. að hámarki. Hún verður færð niður í 25 þús. kr. og sparast þannig 7.566 kr. að hámarki.

Nú vil ég spyrja hæstv. utanrrh.: Hvers vegna er þetta gert? Við teljum þetta vera stjórnarskrárbrot og farið sé á svig við dóm Hæstaréttar, ríkisstjórnin telur svo ekki vera. Ef það væri rétt, hvers vegna er þetta gert? Er þetta til þess að spara ríkissjóði tekjur sem varla getur verið, því að það mundu sparast 3,2 millj. kr. á mánuði, eða er þetta til þess að sýna Öryrkjabandalaginu í tvo heimana? Er þetta bara til að hlýða forsrh.?