Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 18:07:02 (3758)

2001-01-17 18:07:02# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[18:07]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég held að hv. þm. ætti að lesa dóminn betur og hlusta á skýringar okkar og sömuleiðis mjög skýra niðurstöðu Hæstaréttar, sem liggur bara hreint fyrir og hann ætti að lesa ... (PHB: Er ég of vitlaus?) Bara lesa betur, herra forseti, það er málið. En ég er alveg sannfærð um að almenningur vill greiða skatta til að koma í veg fyrir mannréttindabrot, það er mín sannfæring.