Almannatryggingar

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 19:36:18 (3788)

2001-01-17 19:36:18# 126. lþ. 60.7 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÁMöl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[19:36]

Ásta Möller (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég veit ekki hvar hv. þm. hefur verið í dag ef hún hefur ekki verið að hlusta á þá umræðu sem hér hefur farið fram. Ég tel einmitt að ræða mín í kvöld hafi verið sérstaklega málefnaleg og tel mér það til tekna að hún hafi verið sérstaklega málefnaleg og fer ekkert ofan af því. Það voru a.m.k. ekki nein hróp og köll fram í ræðu mína sem yfirleitt ómálefnalegar ræður, sumar hverjar, kalla á. Ég tek þetta því ekki til mín að ómálefnaleg umræða hafi verið hér í dag. Ég tel mig hafa verið málefnalega.