Almannatryggingar

Fimmtudaginn 18. janúar 2001, kl. 11:52:07 (3888)

2001-01-18 11:52:07# 126. lþ. 61.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 126. lþ.

[11:52]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Skýringin er sú, herra forseti --- og það er ekki verið að hafa peninga af neinum með þessu --- að það er í samræmi við eðlilega túlkun á þessum dómi og eðlilega framkvæmd í sambandi við almannatryggingakerfið að gera greinarmun á þeim stuðningi sem veittur er fólki í hjúskap og fólki sem ekki er í hjúskap. Það er skýringin. Hvort þetta eiga að vera 8 þús. kr., 10 eða 20 get ég ekki dæmt um. En þetta er okkar niðurstaða, að þarna sé eðlilegt bil miðað við þessar aðstæður. Ég tel alveg í samræmi við dómsúrskurðinn að gera þennan greinarmun. Kjarni málsins í þessu er að áfram er heimilt að gera þennan greinarmun á opinberum stuðningi eftir því hvort fólk er í hjúskap eða ekki og mér finnst það eðlilegt.