Almannatryggingar

Fimmtudaginn 18. janúar 2001, kl. 11:58:44 (3894)

2001-01-18 11:58:44# 126. lþ. 61.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, GÁS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 126. lþ.

[11:58]

Guðmundur Árni Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Guð láti gott á vita. Ég tek undir að það voru ekki áform þingheims á þeim tíma að gera þessi mistök, að draga til baka reglugerðarheimildir ráðherra í þessu tiltekna tekjutengingarmáli. Síðan kom á daginn að svo var og það er raunar fagnaðarefni. Í kjölfarið gerist það með breytingum á stjórnarskrá --- ég vil undirstrika það hér að ég átti góða samleið með hæstv. fjmrh. í stjórnarskrárnefndinni á þeim tíma --- og ég man það jafn vel og hann að mönnum þótti brotið í blað með því stjórnarskrárákvæði sem þá var tekið upp. Ég er því ósammála þessari nýlegu túlkun ráðherra í þeim efnum.

Hins vegar reyndi ekki á það hvort heimild til áframhaldandi reglugerðarheimildar af hálfu ráðherra væri til staðar fyrr en 1995. Þá hafði verið samþykkt ný stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Þá hafði runnið upp góðæri í landinu og þá ræddu menn um það í þessum þingsal að stíga ætti varlega til jarðar. (Forseti hringir.) Og hvað gerist hér árið 2000? (Forseti hringir.) Hæstiréttur úrskurðar um að stjórnarskrárbreytingin sé grundvallaratriði sem breyti þessu og þessari túlkun allri.