Almannatryggingar

Fimmtudaginn 18. janúar 2001, kl. 14:40:37 (3916)

2001-01-18 14:40:37# 126. lþ. 61.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, EKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 126. lþ.

[14:40]

Einar K. Guðfinnsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. gerði það sem mjög hefur verið gert í þessari umræðu, að segja sem svo að í frv. sé verið að reyna að hafa af fólki rétt og hafa af fólki bætur, þegar fyrir liggur að þetta frv. felur það í sér að hækka tekjutrygginguna úr um það bil 18 þús. kr. í 43 þús. kr. Það er alveg sama hvers konar útúrsnúningum menn reyna að beita í þessum efnum, það er bara einfaldlega þannig að 43 þús. kr. eru hér um bil helmingi hærri tala en 18 þús. kr. Það er þess vegna hækkun, ekki lækkun. Það er viðbót, ekki skerðing.