Almannatryggingar

Fimmtudaginn 18. janúar 2001, kl. 14:45:44 (3922)

2001-01-18 14:45:44# 126. lþ. 61.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, EKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 126. lþ.

[14:45]

Einar K. Guðfinnsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ef ég hefði lesið eina og eina setningu eins og hv. þm. sagði áðan til að reyna að rökstyðja mál mitt þá hefði verið hægt að segja sem svo að ég væri að reyna að slíta hlutina úr samhengi. Ég gerði það ekki. Ég fór allrækilega yfir forsendur dómsins. Ég bar forsendur dómsins saman við álit sérfræðingahópsins til að reyna að leiða það fram að þarna væri samhengi á milli. Niðurstaða mín var sú í þessari ræðu að fullkomið samhengi væri á milli dómsforsendna Hæstaréttar og álits sérfræðingahópsins og þess vegna væri það rökrétt sem lagt er til í frv. að standa þannig að málum varðandi þennan þátt málsins eins og lagt er til í frv.