Almannatryggingar

Fimmtudaginn 18. janúar 2001, kl. 14:49:59 (3926)

2001-01-18 14:49:59# 126. lþ. 61.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, EKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 126. lþ.

[14:49]

Einar K. Guðfinnsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég geri ráð fyrir því að danska orðið ,,grundbeløb`` þýði svona hér um bil grunnlífeyrir eða tekjutrygging. Og samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef hér, svo ég vitni enn til Norrænu tölfræðihandbókarinnar, þá kemur mjög glögglega fram að heimild sé til þess í dönskum lögum að skerða þessar greiðslur alveg með þeim hætti sem ég var að greina frá. Af því að mig minnir að hv. þm. sitji í heilbr.- og trn. þá held ég að það sé mjög mikilvægt að hv. þm. eigi þess kost að stúdera þetta þannig að hún geti í þessum efnum loksins farið að snúa frá villu síns vegar og gera sér ljóst hvers konar ruglmálflutningi hún hefur verið að halda fram og haldið að samþingmönnum sínum sem hafa notað hann til þess að byggja upp falskar árásir í ríkisstjórnina í þessu máli.